Helgin

Hokkíhelgin fór fram með miklum ágætum enda tvö mót í gangi og síðan leikur í 2. flokki. Barnamótið sem fram fór í Laugardalnum var að venju fjörugt og fjölmennt. Nýjung við mótið að þessu sinni var að 5. flokkur fékk að reyna sig í þrautum á þeim hluta svellsins sem laus var og mæltist það vel fyrir. Frétt af mótinu kom í íþróttafréttum RÚV í gær. Sjá má fréttina næstu tvær vikurnar hér.

Í Egilshöllinn var síðan opið kvennamót, Icelandaircup, og var þátttaka ágæt þótt svínaflensa væri að hafa einhver áhrif þar á. Þar voru það Snákarnir (Snakes) með Söru Smiley í broddi fylkingar sem fóru með sigur af hólmi en myndin hér að ofan er eimitt tekin á mótinu. Annað mót með svipuðum hætti verður haldið á Akureyri þegar líður á tímabilið. Stelpurnar koma því ferskar til keppni og engann bilbug á þeim að finna.

Á laugardaginn léku svo Björninn og SA í 2. flokki karla og lauk leiknum með sigri Bjarnarmanna sem gerðu 5 mörk gegn 1 marki SA-manna. Markahæðstur var Ólafur Hrafn Björnsson með 3 mörk.

HH