Helgin

Eins og sjá mátti hér í síðustu frétt unnu SA menn Björninn í 2. fl með 6 mörkum gegn 2 á föstudagskvöldið. Á laugardagskvöldið léku liðin aftur og aftur höfðu norðanmenn sigur nú skoruðu þeir 7 mörk gegn 3 mörkum Bjarnarmanna. Staðan í lotum var 2 - 2, 5 - 0, 0 - 1. Ný útnefndur fyrirliði U18 liðsins, Sigurður Óli Árnason fór mikinn og skoraði 3 mörk en einnig var Andri Már Mikaelsson öflugur en hann var með 1 mark og þrjár stoðsendingar. Hjá Birninum lét Gunnar Guðmundsson mest að sér kveða en hann skoraði 2 mörk.

Þessa sömu helgi fór einnig fram Hringrásarmótið en það er mót barna í 5, 6 og 7 flokki. Einsog venja er hjá okkur íshokkífólki voru ekki talin mörk en börnin nutu sín hið besta einsog sjá má í þessari frétt hjá SA-mönnum. Vonandi sést eitthvað meira af þessu móti í miðlum hérna á Íslandi og alls ekki vitlaust að horfa á Sportið á RÚV í kvöld.

HH