Heldri manna hokkí.

Skrifstofu ÍHÍ barst fyrir stuttu póstur frá hokkímönnum á Ítalíu sem boða til móts í desember næstkomandi. Mótið er haldið í ítölsku ölpunum og er með helgarsniði. Mótið er ætlað heldri hokkímönnum sem náð hafa 35 ára aldri. Líklegast er að flogið sé á Feneyjar og keyrt þaðan upp í fjöllin en það er sama leið og U20 lið Íslands fór í desember á síðasta ári þegar haldið var á HM. Ef einhverjir hafa áhuga þá er bara að hafa samband á ihi@ihi.is eða tölvupóstfangið sem gefið er upp í boðsbréfinu en boðsbréfið má sjá hér.

HH