Heimsmeistarar í þriðju deild

Í gærkvöldi léku Íslendingar sinn síðasta leik í 3. deild heimsmeistaramótsins fyrir fullu húsi gegn Mexíkó, en þessum leik hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu íslensku stuðningsmanna, þar sem Ísland hafði möguleika á vinna sér gullið. Fyrir leikin var þó ljóst að Ísland væri búið að tryggja sér að komast upp í aðra deild þar sem þeir höfðu sigrað Tyrki í innbyrðis viðureign. Íslenska landsliðið brást ekki vonum stuðningsmanna sinna, og gerði 2:2 jafntefli við Mexíkó í skemmtilegum og spennandi leik. Íslendingar tryggðu sér þar með gullið, og var þeim ákaft fagnað í lok leiksins og við verðlaunaafhendingu af fullu húsi áhorfenda er kunnu að meta að Ísland væri farið að láta að sér bera í íshokkíheiminum.

Á fyrstu mínútum leiksins í fyrsta leikhluta voru Íslendingarnir sprækir, en á 8 mínútu gerðu Mexíkóar sitt fyrsta mark eftir að hafa náð völd á leiknum. Þetta mark setti Íslendinga svolítið út af laginu, þeir urðu taugaóstyrkir, spiluðu ekki vel og nýttu ekki marktækifæri. Á 19 mínútu leiksins var einum Mexíkóanum vísað að velli og í "power play" jafnaði Jónas Breki með stoðsendingu frá Guðmundi Björgvinssyni. Þetta mark færði íslendinganna meira inn í leikin aftur. Í öðrum leikhluta byrjuðu Mexíkóar að krafti og á 3 mínútu fengu þeir dauðafæri fyrir framan markið en Gulli varði mjög vel eins og oftar átti eftir að gerðast í leiknum. En á 9 mínútu komu Íslendingar aftur inn í leikinn að fullum krafti og Mexíkóar máttu oft þakka sínum markmanni fyrir góða markvörslu það sem eftir lifði að 2 leikhluta. Svoleiðis bjargaði markaður þeirra stangarskoti með skauta sínum á 16 mínútu. Í þriðja leikhluta byrjuðu Íslendingar mjög vel en Mexíkóar bættu við öðru marki sínu á 7 mínútu, staðan 1-2, gegn gangi leiksins. Þetta mark svo tvíefldi Íslendinga og héldu þeir uppi stanslausri pressu á mark Mexíkóa. Það var svo á 16 mínútu að Jón B Gíslason jafnaði með glæsilegu þrumuskoti frá bláu línunni í slánna og inn. Íslendingar héldu áfram upp pressu eftir markið og leikurinn endaði því 2-2 og hinir fjölmörgu áhorfendur sem fylgdust með leiknum sjálfsagt ánægðir með sína menn og gullið.

Jafntefli voru sanngjörn úrslit. Brottvísannir voru jafnar á báða bóga og var leikurinn drengmannlega spilaður. Leikurinn var á köflum mjög vel spilaður af Íslendingum, pökkurinn gekk vel á milli manna og vörnin vann vel. Í sókninni fór fremstur í flokki Jón Gíslason og Jónas Breki, sem var af öðrum ólöstuðum besti maður Íslands. Jónas Breki fékk verðlaun fyrir flest skoruð mörk og stoðsendingar, auk þess að vera valinn besti leikmaður mótsins. Í markinu stóð Gunnlaugur Björnsson sem var yfirvegaður og varði mjög vel allan leikinn. Hjá Mexíkóum var markvörður leiksins, Gutieres Porter (#1) besti maður liðsins, lítil en mjög snöggur og vinnusamur.

afritað af vef SR www.skautafelag.is