Heimsmeistaramót U20 - Edmonton Kanada

Framundan er íshokkíveisla þar sem heimsmeistaramót pilta U20 fer fram í Rogers Place í Edmonton Kanada.

Mótið er á vegum Alþjóða Íshokkísambandsins (IIHF) og taka 10 þjóðir þátt í mótinu.

Í A riðli eru Kanada, Finnland, Sviss, Slóvakía og Þýskaland

Í B riðli eru Rússland, Svíþjóð, Bandaríkin, Tékkland og Austurríki.

Mótið hefst 25. desember og lýkur með úrslitaleik 5. janúar 2021.

Nánari upplýsingar um mótið og framvindu má finna á vef IIHF.