Heimsmeistaramót U20

Landslið Íslands skipað leikmönnum undir 20ára mun leika á móti Tyrklandi í kvöld í undanúrslitum heimsmeistaramótsins sem haldið er í Búlgaríu. 

Leikurinn hefst kl 20:30 á staðartíma, kl 18:30 á íslenskum tíma.

Lokaleikir mótsins verða svo á morgun sunnudag. 

Upplýsingar um leikina, stöðu og streymi má finna á heimasíðu alþjóðaíshokkísambandsins.