Heimsmeistaramót kvenna á Akureyri

Í gær hófst heimsmeistaramót kvenna í íshokkí á Akureyri með þremur leikjum.

Fyrsti leikurinn var Úkraína og Tyrkland þar sem Tyrkir unnu í framlengingu.

Leikur tvö var á milli Nýja Sjálands og Króatíu sem endaði með stórsigri Nýsjálendinga 11-1.

Þriðji leikurinn var svo okkar leikur, Ísland - Ástralía.  Áströlsku stelpurnar féllu um deild fyrir ári og eru því sigurstranglegastar hér á mótinu á Akureyri, þær unnu leikinn 6-1.  Sunna Björgvinsdóttir skoraði eina mark Íslands eftir sendingar frá Silvíu Björgvinsdóttur og Sögu Blöndal, og eftir það var um jafnan leik að ræða fram til síðustu mínútu. Stelpurnar börðust vel síðustu 30 mínútur leiksins og sýndu að þær ættu í fullu tré við gestina, og það gefur okkur ástæðu til að vera bjartsýn á framhaldið.

Mótið heldur áfram í dag, þriðjudaginn 24. febrúar.

Fyrsti leikurinn hefst kl. 13:00 og þá mætast Króatía og Úkraína, svo kl. 16:30 mætast Tyrkland og Ástralía og kl. 20:00 mætir Ísland Nýja Sjálandi.

Þetta er sannkölluð hokkíhátíð hér í Skautahöllinni Akureyri og hvetjum við sem flesta að láta sjá sig og taka þátt í þessu ævintýri.

Á fyrsta íslenska leikin komu 320 áhorfendur og var stemningin mjög góð, þrátt fyrir tap liðsins okkar.