Heimsmeistaramót 2020

Landsliðsverkefni Íshokkísambands Íslands verða fjölmörg á komandi tímabili. Landslið Íslands í íshokkí munu taka þátt í fjórum heimsmeistaramótum, vetur og vor 2020.

  • Landslið karla tekur þátt í 2020 IIHF Ice Hockey World Championship Div II Group B. Mótið verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal 19. - 25. apríl. Þátttökuþjóðir auk Íslands verða Belgía, Nýja Sjáland, Georgia, Mexico og  Búlgaría. 
  • Landslið kvenna tekur þátt í 2020 IIHF Ice Hockey World Championship Div II Group B. Mótið verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri 23. - 29 febrúar 2020. Þátttökuþjóðir auk Íslands verða Ástralía, Nýja Sjáland, Tyrkland, Cróatía og Úkraína.
  • Landslið U20 pilta tekur þátt í 2020 IIHF Ice Hockey World Championship Div III. Mótið verður haldið í Sofia, Búlgaríu 13. - 19. janúar 2020. Um er að ræða 8 liða mót með samskonar hætti og var á Íslandi í janúar 2019.
  • Landslið U18 pilta tekur þátt í 2020 IIHF Ice Hockey World Championship Div III. Mótið verður haldið í Istanbúl, Tyrklandi 16. - 22. mars 2020. 

Landslið karla mun einnig taka þátt í undankeppni Ólympíuleikanna, Olympic Qualification og verður undankeppnin 12. - 15. desember 2019 í Brasov Rúmeníu. Riðill Íslands er K riðill og þátttökuþjóðir eru Rúmenía, Ísland, Ísrael og það lið sem vinnur í næstu umferð á undan.

Meistaraflokkur karla hjá Skautafélagi Akureyrar, SA Víkingar,  munu taka þátt í Continental Cup haustið 2019.