Heimsmeistarakeppnir 2008

Þá er þingi Alþjóða Íshokkísambandsins lokið og komin niðurstaða í hvert landslið Íslands fara til keppni á næsta keppnistímabili. U-18 landsliðið fer til keppni í Mexíkó en mér vitanlega er þetta í annað skipti sem landslið á vegum Íslands fer þangað til keppni. U-20 liðið heldur til keppni á Ítalíu og aðalkarlalandsliðið heldur til keppni í Rúmeníu. Engin sótti um mótið fyrir konurnar þannig að það mun koma síðar í ljós hvort af mótinu verður eður ei. Nánari dagsetningar síðar.

HH