Heimslistinn

Um mitt sumar kom út nýjasta blaðið af iceTimes en það er fréttabréf sem Alþjóða íshokkísambandið (IIHF) gefur út. Við reynum eftir bestu getu að vera alltaf með tengingar á nýjasta blaðið undir tenglinum "Fréttabréf IIHF" og má þar lesa eitt og annað um hvað er að gerast í íshokkíheiminum.  Í nýjjasta heftinu er m.a. fjallað um HM sem fór fram í Moskvu en einnig gefur að líta nýjan heimslista. Á þessum lista kemur fram að íslendingar eru í 37. sæti að þessu sinni og hafa hækkað sig um þrjú sæti frá síðasta ári og ástæða til að óska íshokkímönnum til hamingju með það.