Heimslisti

Strax eftir að Finnar höfðu tryggt sér heimsmeistaratitilinn í íshokkí karla gaf Alþjóða íshokkísambandið (IIHF) út styrkleikalist bæði í karla- og kvennaflokki. Íslenska karlaliðið hækkar sig um tvö sæti á listanum og er núna í 36. sæti en kvennaliðið stendur í stað og er í 26. sæti.

Listinn hefur verið eitlítið umdeildur meðal íshokkímanna. Þannig háttar til, að lið sem tak þátt i undankeppni Ólympíuleika fá fyrir það stig sem hækka þau á listanum, burtséð frá því hvaða árangri þau ná í þessari undankeppninni. Skekkjurnar eru sérstaklega áberandi hvað varðar karlalið sem skýrist líklega af því að þar hafa fleiri lið tekið þátt í undankeppni Ólympíuleikanna.
Því má með nokkrum sanni segja að vilji menn sjá rétta styrkleikaröðun sé eðlilegra að skoða hvernig raðað er í mót komandi keppnistímabils. Í heimsmeistaramótum komandi tímabils eru t.d. Mexíkó, Búlgaríu og Belgíu, fyrir neðan íslenska liðið í keppnum og 33. sætið því nærri lagi hvað varðar styrkleika.

Styrkleikalista kvennanna má finna hér og kallanna hér.

HH