Heimasíður

Gaman er að sjá að töluvert líf er komið í heimasíður aðildarfélaga ÍHÍ. Á heimasíðu Skautafélags Reykjavíkur fara Sigurður Kr. Björnsson og Helgi Páll Þórisson fremstir í flokki en skrifað er eitthvað um flesta leiki félagsins ásamt öðrum fréttum sem er í gangi. Hjá Birninum hefur síðan líka lifnað vel við. Stundum má sjá þar vídeó klippur af mörkum úr leikjum Bjarnarisns ásamt skrifum um leiki og fleira. Gunnar Guðmundsson leikmaður Bjarnarins á heiðurinn af þessu ásamt einhverjum fleirum. Reynir Sigurðusson og Sigurður Sigurðsson hafa síðan verið öflugir lengi vel á síðu Skautafélags Akureyrar.
Fyrir fréttaþyrst hokkíáhugafólk er þetta hin mesta búbót og ástæða til að hvetja menn til að halda áfram á sömu braut.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson.

HH