Heil umferð leikin í Hertz-deild karla

Í kvöld var leikin heil umferð Hertz-deild karla í íshokkí.  SA Víkingar tóku á móti SR-ingum í ágætum leik sem endaði 7 - 2 heimamönnum í vil.  SR-ingar urðu fyrir blóðtöku snemma í leiknum þegar Robbie Sigurðsson fór af velli vegna meiðsla.  Leikurinn endaði með öruggum sigrði heimamanna 7 - 2.  Leiknum var streymt  beint hér á vefnum.

Hægt er að skoða samantekt um leikinn hér.

Rétt áður en leik lauk í Skautahöllinni á Akureyri hófst annar leikur í Laugardalnum þar sem UMFK Esja tók á móti Birninum.  Esja situr í öðru sæti deildarinnar og björninn stutt á eftir í því þriðja.  Leikurinn var mikill markaleikur einsog tölurnar bera með sér en leikurinn endaði með sigri Bjarnarmanna, 4 - 8.  Aðalmarkmaður Esju Daníel Jóhannsson byrjaði leikinn veikur í marki Esju og dróg sig í hlé eftir fyrsta leikhluta.  Maximillian Jan stóð á milli standana fyrir Esju það sem eftir lifði leiks.  Þeir Ryley Egan og Charles Williams hjá Birninum fóru mikinn í leiknum og áttu þátt í nánast öllum mörkum Bjarnarins í leiknum.

Hægt er að skoða samantekt um leikinn hér.

Næstu leikir í Hertz-deild karla:
2. febrúar kl.19:30 í Skautahöllinni á Akureyri taka SA Víkingar á móti UMFK Esju.
2. febrúar kl.19:45 í Skautahöllinni í Laugardal taka SR-ingar á móti Birninum.