Heiðursfélagi Íshokkísamband Íslands

Íshokkísamband Íslands útnefndi Dr. Gauta Arnþórsson fyrsta heiðursfélaga Íshokkísambandsins. Tillaga um tilnefningu Dr. Gauta var borin upp á íshokkíþingi og samþykkt þar samhljóða.

Gauti Arnþórsson hefur verið læknir Íshokkísambandsins síðustu árin og fylgt landsliðum Íslands í íshokkí til keppni um víða veröld. Fyrir marga afreksmenn í íþróttinni hefur Gauti gengt hlutverki læknis, trúnaðarvinar og foreldris.

Allir sem í kringum landsliðin starfa vita að hann hugsar um alla leikmennina eins og börnin sín, innan og utan vallar. Skiptir þá engu hvort verið er að leika erlendis fyrir Íslands hönd eða í deildarkeppninni hér heima.

Íshokkísamband Íslands vill óska Dr. Gauta til hamingju með tilnefninguna og þakka honum sérstaklega fyrir ómetanleg störf í þágu íþróttarinnar. Hann nýtur nú þess heiðurs að vera fyrsti heiðursfélagi sambandsins.

Myndin er tekin af dr. Gauta á Kínamúrnum en þar var hann staddur ásamt landsliði Íslands skipað leikmönnum 18 ára og yngri.

Myndina tók Kristján Maack.

HH/VG