Háskólinn í Vierumaki

Þessa daga er opið fyrir umsóknir vegna náms við háskólann í Vierumaki en námið þar er tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja fyrir sig þjálfun í íshokkí. Einn íslendingur stundar nú nám þar nú um stundir en það er Vilhelm Már Bjarnason en Vilhelm var eimitt aðstoðarþjálfari Björns Ferber í nýliðinni ferð U20 ára landsliðsins til Serbíu. Þeir sem vilja frekari upplýsingar um námið geta sent póst á ihi@ihi.is. Umsóknarfrestur rennur út 12. febrúar.

HH