Harvard háskóli í heimsókn hjá ÍHÍ

Harvard University - Ice Hockey
Harvard University - Ice Hockey

Harvard Business School Hockey Team frá Boston mun um helgina spila tvo leiki við oldboys lið Bjarnarins í Egilshöll.

Tveir leikir munu fara fram og hefst fyrri leikurinn í kvöld, föstudag kl 19:15 og svo seinni leikurinn á morgun laugardagskvöld um kl 19:00, eða strax á eftir leik Bjarnarins og Esju.

Lið Harvard er skipað MBA nemendum og einnig nokkrum læknanemum. Lið Bjarnarins er skipað oldboys Bjarnarins.

Þeir sem hyggja á nám í Bandaríkjunum, og þá helst í Harvard, gefst hér gott tækifæri til að komast í samband við trausta tengiliði háskólans. Um að gera að mæta á leikina og taka svo létt spjall við hópinn. Hópurinn mun svo halda áfram í gegnum gleðinnar dyr síðar um kvöldin og allir velkomnir með.

Einnig er upplagt fyrir íslensk íþróttalið að koma á leikina um helgina og ná sér í tengingu við Harvard, enda frábært að senda lið vestur um haf, spila við lið Harvard í ýmsum íþróttagreinum og öðlast þannig enn meiri þekkingu, reynslu og ánægju.

Aðrar upplýsingar eru til taks á skrifstofu Íshokkísamband Íslands.  ihi@ihi.is

 

KG