Handbók ofl.

Handbók vegna ferðalagsins til Nýja-Sjálands er nú kominn á netið hjá okkur. Í henni er að finna helstu upplýsingar um ferðalagið, s.s. ferðatilhögun, gistingu agareglur ofl. Við viljum líka sérstaklega benda á tengla varðandi símtöl til Nýja-Sjálands en þau eru mjög dýr. Við erum að athuga með internettengingar á gististað og getum vonandi sett inn frétt um það fljótlega hér.

Byrjað verður að taka við greiðslum fyrir ferðina á fimmtudag og ljúka þarf að greiða fyrir lokun skrifstofu á nk. mánudag. Verðið á ferðinni er eins og um var talað í byrjun, kr. 145.000.-

Ef einhverjar spurningar eru þá hikið ekki við að senda póst á ihi@ihi.is

Bankaupplýsingar Íshokkísambands Íslands eru:

Kt: 560895-2329
Banki: 0101-26-560895

HH