Handbækur ÍHÍ komnar í rafrænt form

Nú eru handbækur ÍHÍ komnar í rafrænt form á vef sambandsins. Uppsetningin á vefnum er hugsuð til þess að einfalda þeim sem þurfa á upplýsingum að halda að nálgast þær á skýran og einfaldan hátt. Með þessu eru nýjustu upplýsingar á hverjum tíma ávalt aðgengilegar hvort sem er í gegnum tölvu, töflu eða síma. Aðrar útgáfur hafa verið fjarlægðar af vef sambandsins. Með þessu eru eldri handbækur í prentuðu formi felldar úr gildi. Rafræna trompar frá deginum í dag allar fyrri útgáfur.