Grettukeppnin ógurlega !!!

Þó að það sé annar frídagur hjá íslenska landsliðinu þurftu þeir engu að síður að "taka á því" á öðrum sviðum.  Meðal annars sem var gert í dag var 10 km "verslunarmiðstöðvarganga" ,með stoppum og þessháttar, síðan var tekið á því í ýmsum gáfna þrautum þar sem línurnar spreytu sig.  Síðan var brugðið á grettur keppni þar sem hver lína valdi tvo liðsmenn til þess að framkvæma svakalegustu grettuna.  Var það Daniel Eriksson sem vann þá keppni með einstaklega ógeðfeldri grettu sem seint gleymist.  Einsog með fylgjandi mynd sýnir þá voru tilþrifin mikil.
Á morgun keppir landsliðið við Nýja Sjáland og verður það erfiður leikur þar sem Nýja Sjáland erfitt í horn að taka.
Við setjum úrslitin á netið við fyrsta tækifæri  ÁFRAM ÍSLAND