Greifamótið 12. og 13. október 2019 Skautafélag Akureyrar

Barnamót Skautafélags Akureyrar, Greifamótið, verður haldið um helgina, 12. og 13. október í Skautahöllinni á Akureyri.

Mótið hefst kl 8 laugardagsmorgun og lýkur á hádegi sunnudag.

Það er veitingahúsið Greifinn sem er aðal styrktaraðili mótsins.

5. 6. og 7.flokkur, eða U8, U10 og U12 lið aðildarfélaga Íshokkísambands Íslands munu keppa innbyrðis og má sjá dagskránna hér í meðfylgjandi pdf.

Fjölnir/Björninn er með 27 iðkenndur, Skautafélag Reykjavíkur með 37 iðkenndur og Skautafélag Akureyrar með 85 iðkenndur. Samtals eru þetta 17 lið.

Mikið fjör verður því í Skautahöllinni á Akureyri nú um helgina þegar á annað hundrað íshokkíkrakkar koma saman, eigum við því von á íshokkíveislu þar sem gleðin verður allsráðandi.

Dagskráin :-)