Glæsileg gjöf til ÍHÍ

Íshokkísambandi Íslands var í gær færð glæsileg gjöf til varðveislu. Um er að ræða fyrstu íshokkíreglur sem vitað er um að hafi verið þýddar á Íslensku. Þýðinguna gerði Gunnar Thorarensen á Akureyri líklega árið 1938 en nákvæm tímasetning er ekki kunn. Þó er vitað að þýðingin var gerð fyrir síðari heimsstyrjöld. Það var sonur Gunnars, Gunnar Thorarensen Gunnarsson bóndi og athafnamaður á Leifsstöðum í Eyjafjarðarsveit sem að færði ÍHÍ þessi skjöl til varðveislu. Með þýðingunni er afrit af plakati sem prentað var og hengt upp á Akureyri 1941 þar sem auglýst er skautamót. Einn dagskrárliður á þessu skautamóti er Íshokkí eða (ishockey) eins og segir á plakatinu. Líklega er hér um að ræða fyrsta formlega íshokkíleik landsins. Stórhólminn þar sem mótið fór fram á er líklega það svæði sem að siðri endi Akureyrarflugvallar er á núna.

ÍHÍ vill þakka Gunnari fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Skjölin er hægt að skoða með því að velja "ýmis gögn" - "sagan okkar" hér til hliðar eða með því að ýta hér