Gjaldgengi í landsliðum

Af gefnu tilefni er rétt að minna á stjórnarsamþykkt stjórnar ÍHÍ sem hefur verið í gildi í all langan tíma, þar segir:

„Að leikmenn skulu fyrst og fremst leika fyrir það landslið sem aldur þeirra segir til um. Segi leikmaður sig frá þátttöku með yngri landsliðum hefur hann jafnframt sagt sig frá þeim möguleika að leika með öðrum liðum“. Stjórn ÍHÍ getur ákveðið að líta framhjá þessari samþykkt ef sérstakar aðstæður eru fyrir forföllum og skal hvert mál skoðað og metið sérstaklega sé eftir því óskað.

Viðar Garðarsson
formaður