Gestir

Eitt af því sem skynsamlegt gæti verið að gera fyrir íslenskt íshokkí er að reyna að fá oftar erlend lið til að koma hérna við og spila. Ef við horfum t.d. til Select hockey sem kom hérna síðastliðið vor þá var það mikil lyftistöng fyrir þá íslensku stráka sem fengu að taka þátt. Það er öllum ljóst að á meðan einungis þrjú lið eru hérna heima verður einsleitnin alltaf nokkur. Með því að fá lið til að koma hingað, hvort sem verið er að keppa á landsliðs- eða félagsliðagrunni þá má auka fjölbreytnina mikið. Hvort sem um er að ræða unglinga eða lengra komna, konur eða karla, þá hlýtur að vera möguleiki á að koma þessu á koppinn. Nú þurfa menn bara að leggja höfuðið í bleyti, finna tengla erlendis sem geta hjálpað okkur við þetta.

HH