Fyrstu leikir tímabilsins

Úr leik liðanna á síðasta tímabili
Úr leik liðanna á síðasta tímabili

Í kvöld fara fram fyrstu leikir hokkítímabilsins því að á dagskrá eru tveir leikir, þ.e. einn í kvennaflokki og einn í karlaflokki.

Konurnar opna íslandsmótið að þessu sinni því að stundvíslega klukkan 19.30 hefst leikur Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins í meistaraflokki og fer hann fram í Laugardalnum. SR-ingar hafa fengið til sín nýjan þjálfara fyrir kvennaliðið en þar er á ferðinni Sigríður Finnbogadóttir sem áður lék með Birninum. Daniel Kolar mun hinsvegar sjá um þjálfun liðs Bjarnarins en beggja liða bíður uppingarstarf næstu árin. 

Í meistaraflokki karla mætast síðan á Akureyri lið Víkinga og Bjarnarins og hefst sá leikur klukkan 19.40. Bæði liðin státa af nýjum þjálfara, Richard Tahtinen hefur tekið við af Ingvari Þór Jónssyni hjá norðanmönnum. Hjá Birninum hefur Lars Foder tekið  við sem spilandi þjálfari  en hann lék áður, einsog hokkímönnum er kunnugt, norðan heiða.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH