Fyrstu landsliðsæfingabúðum tímabilsins lokið

Í dag lauk fyrstu landsliðsæfingabúðum tímabilsins en þær hófust á föstudaginn.  U18 og U20 liðin voru bæði með æfingar um helgina og var skipulögð dagskrá frá morgni til kvölds frá föstudegi til sunnudags.  Landsliðþjálfararnir Sergei Zak með U18 og Ed Maggiacomo með U20 stjórnuðu mannskapnum með harðri hendi alla helgina og næsta víst að einhverjir verða með strengi fram eftir viku.
 
Næstu æfingabúðir verða strax í næsta mánuði og því ekkert gefið eftir í undirbúningi fyrir átök vetrarins.  Næsta verkefni er HM U20 í Búkarest í Rúmeníu í desember og því ekki seinna vænna að hnoða saman gott lið.