Fyrstu landsliðsæfingabúðirnar

Landsliðsþjálfararnir Ed Maggiacomo og Sergei Zak hafa nú fastsett fyrstu æfingabúðir tímabilsins og verða þær dagana 1. - 3. september næst komandi.  Hér verður um miklar æfingabúðir að ræða því U18, U20 og Kvennaliðið eru öll boðuð á sama tíma.  Hópurinn sem boðaður verður til þessara æfingabúða er mjög rúmur en þjálfarar félagsliðanna munu vera í sambandi við leikmenn vegna þessa.  Nánari dagskrá æfingabúðanna sem og nánari útlistun á framkvæmd þeirra verður birt hér á síðunni innan skamms.