Fyrsti leikur vetrarins í Egilshöll í kvöld klukkan 19:30

Þá er komið að því góðir hálsar, Íslandsmótið tímabilið 2007 til 2008 er að hefjast í kvöld með leik Bjarnarins við Narfa. Leikið er á heimavelli Bjarnarins í Egilshöll og hefst leikurinn klukkan 19:30 í kvöld. Verið er að vinna að því hörðum höndum að leikurinn verði í beinni útsendingu á netinu og verður slóðin á leikinn kynnt síðar í dag.
Leikurinn verður eflaust hin besta skemmtun, en nýafstaðið ASETA mót gaf góð fyrirheit fyrir þetta tímabil.
Hokkíáhugafólk endilega fjölmennið í Egilshöllina í kvöld.