Fyrsti leikur Íslandsmótsins í kvöld

Íslandsmótið í íshokkí hefst í kvöld á Akureyri er heimamenn taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á netinu fyrir þá sem ekki komast í Skautahöllina á Akureyri.