Fyrsti leikur í Úrslitum í kvöld klukkan 20:00 í Laugardal

Skautafélag Reykjavíkur tekur á móti Skautafélagi Akureyrar í fyrsta leik úrslita keppni í meistaraflokki karla í Íshokkí. Leikið er í Skautahöllinni í Laugardal og hefst leikurinn kl 20:00. Búist er við hörkuleik, liðin hafa verið nokkuð jöfn í vetur og skipst á að sigra í innbirðis viðureignum, SR reyndist þó vera sterkara í undankeppninni en nú hafa norðan menn styrkt lið sitt með því að kalla heim tvo lykil menn þá Rúnar Rúnarsson og Jón B. Gíslason sem báðir léku í Dönsku 1. deildinni í vetur. Hvetjum við alla áhugamenn um íshokkí að fjölmenna í Laugardalinn.