Fyrsta konan aðaldómari í leik hjá meistarflokki karla

Sá merkilegi atburður varð um síðustu helgi að í fyrsta sinn var Íslensk kona aðaldómari í leik hjá meistaraflokki karla. Berglind Ólafsdóttir dæmdi þá leik SR og Narfa sem leikinn var í Skautahöllinni í Laugardal og stóð sig með prýði. Á myndinni sem fylgir þessari frétt eru frá vinstri Ágúst Ásgrímsson fyrirliði Narfa, Jón Gunnar Guðjónsson línudómari, Berglind Ólafsdóttir aðaldómari, Leon Hafsteinsson línudómari, og Ingvar Jónsson fyrirliði Skautafélags Reykjavíkur. Við óskum Berglindi til hamingju með áfangann.