Fyrsta jafntefli vetrarins á Akureyri í kvöld

Í kvöld áttust við Skautafélag Akureyrar og Narfi í Skautahöllinni á Akureyri, eftir vejulegan leiktíma var staðan í leiknum 2 - 2. Narfi hafði möguleika á því að gera út um leikinn þegar þeir fengu vítaskot þegar 28 sekúndur voru til leiksloka en Sigurður Sveinn Sigurðsson brendi af úr vítinu. Því var leikið áfram eins og nýjar leikreglur ÍHÍ kveða á um. Þessar nýju reglur gera ráð fyrir því að hvort lið um sig fá eitt stig fyrir jafntefli en síðan leika þau bráðabana í 10 mínútur um eitt stig til viðbótar og síðan vítakeppni ef ekki tekst að knýja fram úrslit í bráðabananum.

Bráðabaninn byrjaði síðan þannig að SA lék með 4 menn gegn 3 Nörfum þar sem Narfi fékk á sig refsingu á 59:59 í venjulegum leiktíma og þurfti því að hefja bráðbanann einum leikmanni færri.

Það var síðan á 7 mínútu og 39 sekúndu í bráðabana þegar gamli refurinn Clark McCormic skorði gullmark fyrir SA og tryggði þeim eitt stig til viðbótar.

Mörk SA: Jón Ingi Hallgrímsson 1/0, Arnþór Bjarnason 1/0, Clark McCormic 1/0, Marian Melus 0/3 ; refsingar SA 10 mínútur eða 5 x 2 mínútur

Mörk Narfa: Kristján Eldjárn Kristjánsson 1/0, Stefán Grétar Þorleifsson 1/0, Sigurður Sveinn Sigurðsson 0/1 ; refsingar Narfa 18 mínútur eða 9 x 2 mínútur.

Dómari leiksins var Andri Magnússon