Fyrrverandi NHL dómari kemur í heimsókn

Bob Langdon er 35 ára kanadískur dómari sem hætti að dæma í NHL eftir síðasta tímabil. Þá hafði hann dæmt í NHL frá árinu 2000. Áður hafði hann dæmt m.a. í AHL (American hockey league) og OHL (Ontario hockey league) deildunum. Hann er ekki hættur að dæma því eftir að hann heimsækir Ísland mun hann dæma átta leiki í Oddsett Ligaen í Danmörku og síðan mun hann halda aftur heim til að dæma í AHL og OHL.

Bob ætlar að vera á Íslandi frá 16. til 19. nóvember, hann mun halda námskeið fyrir dómara sem hann kallar “samskipti og framkoma” ásamt því að vera eftirlitsdómari á tvemur MFL leikjum og einum þriðja flokks leik.