Fundur og úrskurðir aganefndar 1. mars 2021

Erindi 1.

Þann 26. febrúar 2021 barst aganefnd bréf frá formanni Skautafélags Akureyrar þar sem hann óskar eftir því að aganefnd endurskoði úrskurð sinn frá 24. febrúar 2021.

Úrskurður: Aganefnd hafnar endurskoðun á fyrri úrskurði og vísar erindinu frá.

Erindi 2.

Þann 26. febrúar  2021 barst aganefnd erindi frá formanni Skautafélags Akureyrar og vísar í leik mfl karla frá því 19. febrúar 2021. Aganefnd ákvað eftir skoðun að taka málið til umfjöllunar líkt og gert hefur verið þegar um alvarleg meiðsl leikmanna er að ræða.  

Í leikskýrslu umrædds leiks fær leikmaður SR nr. 20 Jonathan Otuoma 2+10 mínútna refsingu fyrir höfuð og háls ákeyrslu (Checking to the head and neck area). Við þessa ákeyrslu hlaut leikmaður SA nr. 96, Axel Orongan höfuðhögg. 

Samkvæmt upplýsingum sem aganefnd hefur aflað sér eru meiðslin umtalsverð, þannig að leikmaður er frá æfingum og keppni í einhverjar vikur. Grundvallaratriði hér er að hver og einn leikmaður er ábyrgur fyrir því að leikur hans valdi ekki öðrum leikmönnum skaða. Í þessu ljósi og því ljósi að bæði ÍHÍ og IIHF hafa lagt sérstaka áherslu á að strangt skuli taka á tæklingum og brotum sem beinast að höfuð og hálssvæði úrskurðar aganefnd eftirfarandi.

Úrskurður: Aganefnd úrskurðar leikmann SR nr. 20 Jonathan Otuoma í 3 leikja bann. Bannið er alsherjar bann.

(Alsherjar bann þýðir að leikmenn sem eru að taka út refsingar í einum aldursflokki geta ekki leikið með öðrum aldursflokkum á meðan þeir eru að taka út leikbann sitt).

Erindi 3

Þann 1. mars 2021 barst aganefnd atvikaskýrsla úr leik mfl karla leikinn þann 27. febrúar 2021. Við upphaf faceoff í þriðja leikhluta rekur leikmaður Fjölnis nr. 32, Andri Sverrisson, enda kylfunnar í andlit leikmanns SA. Leikmanninum er vísað úr leiknum með MP skv. reglu 121. Leikmaðurinn sem fékk kylfu endann í sig slasaðist ekki og ólíklegt að um viljaverk  sé að ræða samkvæmt atvikaskýrslu. 

Úrskurður: Aganefnd staðfestir dóm dómara á ís og leikmaður Fjölnis nr. 32, Andri Sverrisson, fær einn leik í bann.

Erindi 4

Þann 1. mars 2021 barst aganefnd erindi frá stjórnarmanni íshokkídeildar Fjölnis þar sem óskað er eftir endurskoðun á Butt-Ending dómi í leik mfl. karla leikinn þann 27. febrúar 2021 (sjá erindi 3 hér að ofan).

Úrskurður: Aganefnd vísar í úrskurð hér að ofan og staðfestir þar með dóm dómara á ís og einn leik í bann hjá umræddum leikmanni.