Frístundakort

Viljum vekja athygli á svokölluðu Frístundarkorti sem er fyrir börn á aldrinum 12 - 18 ára. Kort þetta er gefið útaf Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur (ÍTR) og er hugsað sem styrkjakerfi fyrir börn. Bæði Skautafélagið Björninn og Skautafélag Reykjavíkur eru aðilar að þessu korti og því nýtist það iðkendum þeirra til lækkunar á æfingargjöldum. Á heimasíðu ÍTR má lesa um kortið ásamt fleiru. Nú er um að gera fyrir þessi tvö aðildarfélög okkar að nýta sér tækifærið og fjölga iðkendum þar sem segja má að æfingagjöldin fari nú lækkandi. Allt sem fólk þarf að lesa um Frístundarkort má finna hér.

HH