Frídagur í Erzurum

Í dag eiga drengirnir okkar frí á HM en eins og kemur fram í dagbókarfærslu Bjarnar Geirs Leifssonar verður æft eitthvað fyrripart dags og síðan er frjáls dagur. Aldrei að vita nema að allra duglegustu drengirnir hafi tekið skólabækurnar með og gluggi eitthvað í þær. Þeim sem hafa áhuga á tölfræði er bent á að mjög ítarleg tölfræði er á síðu IIHF og sem betur fer tróna íslensku strákarnir á toppnum á réttum stöðum. Þá má m.a. sjá að Egill Þormóðsson er markahæðstur í keppninni einsog stendur og næstur kemur Ólafur Hrafn Björnsson. Eini staðurinn þar sem íslenska liðið nær ekki inn á topp 10 er í fjölda refsimínútna en við kvörtum svo sem ekki yfir því.

HH