Fréttir frá heimsbikarmótinu

Heimsbikarmótið hófst núna á mánudaginn með leik Finna og Tékka, þann leik vann Finnland 4 - 0.

Einn riðill er leikinn í N-Ameríku og einn í Evrópu. í Ameríku leika USA, Rússland, Kanada og Slóvekía en í Evrópu leika Svíþjóð, Finnland, Þýskaland og Tékkaland.

Á þriðjudag unnu Svíar Þýskaland 5 - 2 og Kanada vann Bandaríkin 2 - 1, þessi leikur var sérstakur því að lið heimsmeistara Kanada lék þennan leik í eftirlíkingum af peysum Winnipeg Falkons þeim til heiðurs. Í gærkvöld sigraði síðan Svíþjóð Tékkland 4 - 3 og Kanada rúllaði yfir Slóvakíu 5 - 1.

Í kvöld fimmtudagskvöld leika síðan Rússland og Bandaríkin annarsvegar og Finnland og Þýskaland hinsvegar. Kanadamenn leiða Norður Ameríku riðilinn og Svíar Evrópu riðilinn.

Hægt er að horfa á lifandi myndir úr leikjunum á slóðinni " http://wch2004.com/highlights/index.html " - meira síðar