Fréttir af U-18 í Litháen

Flensan er búin að fara illa með U 18 liðið okkar sem að lék sinn fyrsta leik í Litháen í dag. Tveir leikmenn duttu úr liðinu kvöldið fyrir brottför og tveir til viðbótar í Kaupmannahöfn vegna skæðrar flensu, auk þess sem einn af lykilmönnum liðsins Steinar Grettisson er búin að vera með hita. Strákarnir okkar léku við Króatíu í dag og töpuðu leiknum með 11 mörkum gegn 1. Doði og lumbra settu svip sinn á leik okkar manna sem voru að leika langt undir getu. Samkvæmt upplýsingum að utan var jafnræði í leik liðanna en á meðan að allt gékk upp hjá Króötum gékk ekkert upp hjá okkar mönnum. Það var Þorsteinn Björnsson sem að skoraði mark íslands. Flensuhremmingar þessar hafa haft nokkur áhrif á leikmannahópinn en vonandi erum við búin að hrista þetta af okkur. Gauti læknir fylgist afar vel með öllum og þeir eru í raun í betri höndum en heima hvað varðar eftirlit með heilsu. Það er algerlega ómetanlegt fyrir okkur öll að njóta velvilja og hjálpar Dr. Gauta í þessum ferðum okkar.

Foreldrar sem að vilja heyra í drengjunum sínum geta hringt á hótelið Sími: +37037306100, Fax: +370337205289, E-mail: incoming@takiojineris.com, Heimasíða: http://www.takiojineris.com/takiojineris/en/about_hotels herbergisnúmer leikmanna eru sem hér segir:


Nr. Nafn
421 Úlfar Andrésson
421 Patrick Eriksson
422 Aron Leví Stefánsson
422 Sæmundur Þór Leifsson
423 Guðmundur Guðmundsson
423 Steinar Grettisson
424 Egill Þormóðsson
424 Pétur Maack
425 Þorsteinn Björnsson
425 Magnús Tryggvason
426 Andri Þór Guðlaugsson
426 Stefán Tumi Þrastarson
427 Gunnar Guðmundsson
427 Kolbeinn Sveinbjarnarson
428 Gunnar Örn Jónsson
428 Matthías Skjöldur Þrastarson
Nr. Fararstjórn
429 Sigurjón Sigurðsson og Sigrún Jónsdóttir
521 Árni E. Albertsson
522 Gauti Arnþórsson
525 Ed Maggiacomo
526 Rúnar Rúnarsson



Það eru vinsamleg tilmæli til foreldra að þeir nýti sér þessa leið til þess að ná sambandi við drengina en mikið álag hefur verið á farsíma fararstjóranna og mínútugjalið þegar hringt er til Litháen er 70 krónur og 140 krónur þegar þeir hringja heim.

Reynt verður eftir fremmsta megni að koma fréttum af liðinu hér á heimasíðu sambandins á næstu dögum.

ÁFRAM ÍSLAND