Fréttir af kvennalandsliði

Um síðastliðna helgi fóru fram fyrstu æfingabúðir hjá kvennalandsliðinu og var mæting með ágætum en búðirnar fóru fram á Akureyri.

Þjálfarar kvennalandsliðsins, þau Jussi Sipponen og Sarah Smiley, hafa nú skorið niður æfingahópinn en stefnt er að næstu æfingum milli jóla og nýárs. Fljótlega í kjölfarið á því verða svo leiknir æfingaleikir en unnið er að því að finna þeim stað og tíma.
Óvenju margir leikmenn sem koma til greina í liðið leika erlendis um þessar mundir ásamt því að að á hverju ári bætast við ungir og efnilegir leikmenn seem eiga möguleika á sæti í liðinu. Það eru því spennandi tímar framundan í kvennalandsliðinu sem undirbýr sig af kappi fyrir HM sem að þessu sinni verður haldið í Tyrklandi, í byrjun mars, ef allt gengur að óskum.

Nýjan æfingahóp má finna hér.

HH