Fréttir af félögunum

Eitt og annað er í gangi hjá aðildarfélögum ÍHÍ og þótt sé fjallað um það á þeirra síðum er ekki úr vegi að fjalla um það hér líka.

SR-ingar auglýstu á dögunum eftir framkvæmdastjóra til að sjá um daglegan rekstur íshokkídeildarinnar.  Með þessu hyggjast SR-ingar efla starfið enn frekar og því ástæða til að hvetja áhugasama um að hafa samband við þá.

Bjarnarmenn kynntu í vikunni „Leiðarvísi Bjarnarins„ sem fengið hefur nafnið „Ísbjörninn“. Í leiðarvísinum er farið yfir áherslur í þjálfun barna og ungmenna.

Skautafélagsmenn á Akureyri undirbúa nú hokkístelpudag sem fram fer þann 30. Október n.k.  Sama dag verður haldinn opnar landsliðsæfingabúðir fyrir kvennaliðið.  Fleiri fréttir af deginum síðar.

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH