Fréttin um fleiri fréttir

Einsog það ágæta fólk sem les þessa síðu sér til skemmtunar veit, hefur verið lítið um nýjar fréttir hérna upp á síðkastið. Sá sem þetta skrifar og skrifar yfirleitt mest af því sem er hérna hefur verið í sumarfríi og því alveg gefið síðunni frí. En nú skal bætt úr og fyrsta fréttin er að sjálfsögðu frétt um að fleiri fréttir séu á leiðinni. En til að það sé gjörlegt að halda úti fréttum í miðjum slætti þá verða menn líka að láta mig hafa einhverjar fréttir. Þeir sem t.d. eru á leið í "try out" eða í háskóla (og spila íshokkí) eða hvaðeina annað sem mönnum finnst fréttnæmt er að sjálfsögðu velkomið að hafa samband á ihi@ihi.is eða bara hringja í mig. Við stefnum kanski ekki að mörgum fréttum til að byrja með en smátt og smátt mun þeim fara fjölgandi. HH