Frestun leikja v/Covid-19

Stjórn Íshokkísambands Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum sem eru næstu tvær vikur, í samræmi við beiðni almannavarna.

Við munum fylgjast með þróun faraldursins næstu daga og vikur, og meta stöðuna út frá því.

Um leið og ástandið batnar mun mótanefnd ÍHÍ finna leikjunum nýja dagsetningu.

Ákvörðun þessi tekur gildi nú þegar og leikur kvöldsins frestast því um óákveðinn tíma.