Frestun - UPPFÆRT

Leik Víkinga og Bjarnarins í meistaraflokki karla og leik Ynja og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna sem leika átti í dag, laugardag, er frestað. Athugað og ákveðið verður síðar í dag hvort mögulegt er að leika annanhvorn leikinn eða báða á morgun, sunnudag, og verður frétt um það birt hér á vefnum í kvöld.

Fyrrnefndum leikjum er frestað þangað til ný dagsetning hefur verið fundin.

HH