Fræðslukvöld og fleira

Eins og flestir vita þá er Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Meðal þess sem þessi aðild gefur okkur er aðgangur að námskeiðum en einnig sér ÍSÍ um lyfjamál og lyfjaeftirlit í öllum íþróttum á Íslandi.

Á næstu dögum fara í gang fræðslukvöld á vegum ÍSÍ en á þeim má finna athyglisvert efni fyrir þjálfara og íþróttamenn. Nánari kynningu á námskeiðunum má sjá hér.

Fyrir þá sem hafa ekki kynnt sér lyfjamálin til hlýtar má finna upplýsingar um það á lyfjavef ÍSÍ en einnig má athuga kunnáttu sína í lyfjamálum í prófi sem finna má á WADA.

HH