Frábær skoðunarferð

Landsliðið okkar átti frídag í dag og var farið að skoða forna menningu Asteka.  Farið var svona 50 kílómetra út fyrir Mexíkó borg. Þetta var rosalega skemmtileg ferð sem að allir höfðu sérstaklega gaman af. Það að skoða þessa fornu menningu og upplifa hana var ótrúlegt. Það að standa efst á sólar-pírmamýdanum þar sem að mannfórnir voru til forna verður þessum drengjum ógleymanleg reynsla. Allir höfðu sérlega gaman af þessu og það að standa þarna og spá í þessa frábæru menningu sem þarna var alsráðandi á þeim tíma þegar að við vorum í torfkofum með moldargólfi í kulda og vosbúð, það var umhugsunarvert og í raun ótrúlegt til þess að hugsa að menningin þeirra var upprunnin frá því 200 fyrir krist (hvar vorum við þá?). Á myndinni er Sigurjón tækjastjóri að virða fyrir sér útsýnið. Þegar þetta er skrifað um klukkan 10 um kvöld eru allir komnir með höfuð á kodda til að safna kröftum fyrir átökin annað kvöld en þá mætum við Mexíkó heimamönnum klukkan 20:30 að staðartíma eða klukkan hálf fjögur aðra nótt að íslenskum tíma. ÁFRAM ÍSLAND