Four Nations - annar dagur mótsins

Andrea Diljá Jóhannesdóttir, markmaður U18 kvennaliðs Íslands, hefur varið 68 skot í tveim leikjum.
Andrea Diljá Jóhannesdóttir, markmaður U18 kvennaliðs Íslands, hefur varið 68 skot í tveim leikjum.

Eftir fjörugan gærdag tók annar dagur við á Four Nations mótinu i Laugardalnum.  Fyrsti leikur dagsins var leikur Póillands og Bretlands þar sem þær bresku höfðu víst ráðið ráðum sínum eftir leik sinn gegn Spáni daginn áður því að þær mættur beittari til leiks.  Þrátt fyrir góða spretti og mikla hvatningu ofan úr stúkunni, þar sem sendiherra Póllands á Íslandi var mættur, dugði það þeim pólsku ekki til og loka nðurstða var því sigur 2 - 1 Bretlandi í vil.

Í leikslok afhenti sendiherra Póllands, Gerard Pokruszyński, besta leikmanni Póllands viðurkenningu og Helgi Páll Þórisson, formaður ÍHÍ, afhenti besta leikmanni Bretlands sína viðurkenningu.

Seinni leikur dagsins var síðan leikur Spánar og Íslands.  Eftir leik Spánar og Bretlands í gær var nokkuð ljóst að lið spánar yrði erfitt viðureignar.  Þær spænsku voru mjög kvikar og skipulagðar í leik sínum og á því engin undantekning í kvöld.  Okkar stelpur náðu að halda vel í við þær spænsku í fyrsta leikhluta en refsivandræði beggja liða dróg töluvert úr hraða leiksins þegar leið á.   Þær spænsku héldu uppteknum hætti í öðrum og þriðja leikhluta þar sem þær náðu að skora þrjú mörk í hvorri lotunni fyrir sig en þriðja lotan af heldur lituð af brottrekstum þar sem mátti greina pirring og þreytu hjá leikmönnum beggja liða.  Lokaniðurstaða var 8 - 0 fyrir Spán.

Á morgun mun Pólland mæta Spáni kl.16:15 og Ísland mæta Bretlandi og hefst sá leikur kl.19:15.

Vegna hertra sóttvarnarreglna verða áhorfendur að framvísa neikvæðu COVID-19 hraðprófi (anti-gen) til að geta horft á leikinn í Skautahöllinni í Laugardal annars verður leikjunum streymt á Youtube.