Fossaberg í úrslitin

Úrlistakeppnin hefst í næstu viku, nánar tiltekið á mánudaginn 3. apríl með viðureign SR og SA.  Hinn danski Jens Christian Fossaberg mun dæma úrslitaleikina um 1. sætið og vera eftirlitsdómari á leikjunum um 2. sæti.  Fossaberg er að verða vel kunnugur hér á landi en hann hefur komið hér nokkrum sinnum að dæma en t.a.m. kom hann hingað síðast í desember á þessu tímabili en jafnframt dæmdi hann síðustu úrslitakeppni.