Fortíðin og framtíðin

Segja má að fortíðin hafi verið rifjuð upp af framtíðardrengjum í íslensku íshokkí þegar 5. flokkur Skautafélags Reykjavíkur með þjálfara sinn Birgi Örn Sveinsson í fararbroddi ákvað að taka æfingu á Tjörninni í gær.
Skautafélag Reykjavíkur, sem stofnað er 1873, nýtti lengi vel Tjörnina sem æfingasvæði og þá mest í byrjun til skautahlaups. Í gær var það hinsvegar íshokkí og þrátt fyrir smá strekking voru drengirnir hinir hressustu og léku við hvern sinn fingur. Mannlegir heflar, þ.e. foreldrar drengjanna, sáu um að skafa snjóinn af svellinu og buðu í lokin upp á kakó og kleinur.
Eitt af stærri dagblöðum landsins sá ástæðu til að hafa félagaskipti á drengjunum en við tökum viljann fyrir verkið.

Myndina tók Kristján Maack

HH