Formannafundur ÍHÍ

Um nýliðna helgi var haldinn formannafundur ÍHÍ. Hlutverk fundarins er að staðfesta leik og reglugerðarbreytingar ásamt því að vera stjórn ÍHÍ til ráðgjafar um málefni íþróttarinnar. Að þessu sinni hófst fundurinn hinsvegar á því að Áslaug Sigurjónsdóttir hélt erindi um lyfjamál í íþróttum. Að því loknu var farið í að staðfesta reglugerðir en þetta árið eru engar leikreglubreytingar fyrirhugaðar. Undir liðnum Önnur mál voru dómaramál rædd og ekki er ólíklegt að þau verði meira rædd á komandi vikum.

Eftirfarandi reglugerðum var breytt:

Reglugerð nr 9 um dómaranefnd.
Reglugerð nr. 10 um félagaskipti.
Reglugerð nr.14 um Íslandsmótið í íshokkí.

Eftirfarandi reglugerðir eru nýjar:

Reglugerð nr. 18 um þátttökugjald í Íslandsmóti.
Reglugerð nr. 19 um kvennanefnd.

Allar reglugerðir ásamt lögum ÍHÍ má sjá hérna vinstra meginn á síðunni undir tenglinum Lög og regugerðir.

HH