Fjórði leikur í úrslitum

Úr leik liðanna á laugardag
Úr leik liðanna á laugardag

Í kvöld mætast í fjórða leik í úrslitum Björninn og Skautafélag Akureyrar og fer leikurinn fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.00

Staðan í einvíginu er nú sú að SA-menn hafa unnið tvo leiki og Björninn einn. SA-mönnum dugir því sigur í kvöld til að hampa titlinum en Bjarnarmenn þurfa sigur til að komast í fimmta leikinn sem settur er á miðvikudaginn næstkomandi. Síðasti leikur liðanna var hin besta skemmtun, bæði lið lögðu sig fram um að ná sigri og á endanum var þurfti til vítakeppni til að skera úr um úrslit leiksins.

Stuðningsmenn SA hafa skipulagt hópferð í Egilshöllina til að styða sína menn og Bjarnarmenn munu sjálfsagt ekki láta sitt eftir liggja. Það er því von á spennandi og skemmtilegum leik á morgun og um að gera að hvetja lið sitt á jákvæðan hátt.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH