Fimmti leikur í úrslitum.

Úr síðasta leik liðanna
Úr síðasta leik liðanna

Fimmti og síðasti leikurinn í úrslitakeppni karla fer fram í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld þegar Skautafélag Akureyrar og Björninn mætast. Leikurinn hefst klukkan 19.30.

Einsog þeir sem fylgst hafa með vita hefur keppnin fram til þessa verið þrælspennandi og því góð ástæða fyrir stuðningsmenn beggja liða að fjölmenna á staðinn því leikið verður til þrautar þangað til úrslit liggja fyrir og hægt verður að krýna íslandsmeistara ársins 2013. 

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH